Ertu með góða hugmynd?

Ertu með góða hugmynd og vilt aðstoð við að koma hugmyndinni í framkvæmd og jafnvel stofna fyrirtæki?

SSNV stendur fyrir námskeiði í Húnaþingi vestra þar sem þátttakendur fá aðstoð við að vinna með eigin viðskiptahugmynd, koma hugmyndinni í framkvæmd og stofna fyrirtæki. Námskeiðið telur um 50 klukkustundir og hefst 19. september. Kennt verður tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga. Námskeiðið fer fram á Hvammstanga og er skráningargjald kr. 2000 á hvern þátttakanda. Öllum verður mætt á þeim stað sem þeir eru staddir. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið er á hjá Ólafi s: 771 4960eða oljak@simnet.is. Skráningarfrestur er til föstudagsins 17. september

Var efnið á síðunni hjálplegt?