Eldur í Húnaþingi 2020

Eldur í Húnaþingi 2020

Eldur í Húnaþingi á sér nú stað í 18. sinn og verður hátíðin haldin á dögunum 22. - 26. júlí. Markmið hátíðarinnar er að leiða fólk á öllum aldri saman og stuðla að samfélagslegri þátttöku. Margt er í boði og hvatt er til almennrar þátttöku.

Hér er hlekkur inn á síðu þar sem hægt er að skoða dagskrána. 

 

Hverfakeppnin lætur sig ekki vanta í ár og mega liðin fara að undirbúa sig!

Litaskiptingin er eftirfarandi:

Rauður: Sunnan við Hvammsá og austan við Hvammstangabraut + Hrútafjörður + Bæjarhreppur.

Appelsínugulur: Norðan við Hvammsá og vestan við Norðurbraut + Víðidalur.

Blár: Norðan við Hvammsá og austan við Norðurbraut + Vatnsnes + Vesturhóp.

Gulur: Sunnan við Hvammsá og vestan við Hvammstangabraut + Miðfjörður + Línakradalur + Fitjárdalur.

 

Við viljum vekja athygli á því að dagskráin gæti breyst ef reglur vegna covid-19 breytast. Við viljum einnig minna fólk á að hafa sóttvarnir í huga og vera áfram dugleg við að þvo sér um hendurnar og nota spritt.

Var efnið á síðunni hjálplegt?