Dreifing á endurvinnslutunnum hafin

Dreifing á endurvinnslutunnum hafin

Dreifing á endurvinnslutunnum hafin

Um helgina hóf Björgunarsveitin Húnar handa við að dreifa tunnum í dreifbýli.  Tunnur voru afhentar íbúum í Víðidal, Vatnsnesi, Fitjárdal, Heggstaðarnesi og Hrútafirði vestan.  Ekki náðist að klára dreifingu í Hrútafirði austan og hluta Miðfjarðar þar sem björgunarsveitin var kölluð út til að leita að rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi.  Áætlað er að klára dreifingu í þeim hluta dreifbýlis sem eftir er og í þéttbýli í þessari viku.  Viðtökur hafa verið góðar.

Var efnið á síðunni hjálplegt?