Dagur umhverfisins laugardaginn 25. apríl 2020 - Stóri plokkdagurinn

Dagur umhverfisins laugardaginn 25. apríl 2020 - Stóri plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfisins 25. apríl næstkomandi

Að plokka gefur fólki tækifæri á að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Það er tilvalið í samkomubanni þar sem auðvelt er að virða tveggja metra regluna.  Að plokka fegrar umhverfið en það er víða sem náttúran er illa sett af plasti og rusli ýmiskonar eftir stormasaman vetur. 

Laugardaginn 25. apríl verða í Hirðu, ruslapokar í boði fyrir íbúa til að fara út og plokka/tína rusl.

Opið verður í Hirðu til kl. 18:00 á laugardaginn og þangað verður hægt að koma með fulla poka  og eftir það er hægt að setja pokana fyrir utan girðingu Hirðu. 

 

 

Plokk á Íslandi er hópur einstaklinga sem bera virðingu fyrir umhverfinu og hafa það sem áhugamál að fara um illa hirt svæði og þrífa þar upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til frá íbúum, framkvæmdum eða þungaflutningum innan marka sveitarfélaga, á girðingum og í skurðum á víðavangi og síðast en ekki síst við strendur landsins. Hópurinn á sérsvæði á Facebook og telja meðlimir hans rúmlega 6000 manns. Þar deila meðlimir sigrum og áskorunum í umhverfismálum og þar hvetja meðlimir hvor aðra til dáða og birta myndir af rusli sem tekið hefur verið úr náttúrunni og fært á viðeigandi stofnanir. Facebook síða

 

Umhverfissvið

Var efnið á síðunni hjálplegt?