Dagskrá Félagsmiðstöð 60+

Dagskrá Félagsmiðstöð 60+

Félagsmiðstöðin 60+ er opin alla miðvikudaga í sumar kl. 14-16 í dreifnámsaðstöðu í Félagsheimilinu á Hvammstanga, nema annað sé tekið fram. Boðið er upp á kaffi og kleinur/kex, spjall, spil, smá gönguferð eða leiðsögn.

Hér er dagskrá fyrir næstu miðvikudaga:

8. júlí              Flemming Jessen kemur í spjall, puttæfing og kannski er spilað félagsvist?

15. júlí            Eva-Lena Lohi, sjúkraþjálfi: Gönguferðir og notkun göngustafa, boðið upp á mismunadi vegalengdir/hraða. Ekki er nauðsynlegt að eiga göngustafi en þau sem eiga eru beðin að taka þá með sér.

22. júlí            Eva-Lena Lohi, sjúkraþjálfi: Gönguferðir og teygjur.

29. júlí            Pálína F. Skúladóttir verður með stólajóga sem allir geta tekið þátt í.

                        Harpa Ósk Lárúsdóttir verður í Nestúni á milli kl. 13-17 og áhugasamir geta fengið að vefa við vefstólinn sem er staðsettur þar.

5. ágúst           Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir kynnir fyrir okkur mismunandi handavinnu (refil-, flettu-, herp-, hvít eða svartsaum, dúkaprjón eða prjónað skraut)

12. ágúst         Pálína F. Skúladóttir verður með stólajóga fyrir alla og slökun. Gjarnan má taka með sér létt teppi.

19. ágúst         Handavinna/spil (eftir að ákveða)

26. ágúst         Endum sumarið með vöfflukaffi og jafnvel tónlist? 

Var efnið á síðunni hjálplegt?