Bústaður hses. afhendir fyrstu íbúðina

Bústaður hses. afhendir fyrstu íbúðina

 Bústaður hses. hefur afhent fyrstu íbúðina að Lindarvegi 5a Hvammstanga.  Leigufélagið Bústaður hses starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir. 

Í nóvember auglýsti félagið til leigu sex íbúðir að Lindarvegi 5a.  Sextán umsóknir bárust og hefur öllum íbúðunum verið úthlutað. Fyrsta íbúðin hefur verið afhent, en hinar fimm verða svo afhentar hver af annarri frá miðjum janúar. 

Najeb Mohammad Alhaj Husin og Sabah Mostava tóku við lyklum af fyrstu íbúðinni af formanni stjórnar Bústaða hses. Ingveldi Ásu Konráðsdóttur. 

 Najeb, Sabah og Ingveldur Ása.

 Najeb, Sabah, Ingveldur Ása, Liljana Milenkoska verkefnastjóri flóttamannaverkefnis, Þorvaldur Karl Eggertsson og Eydís Indriðadóttir stuðningsfjölskylda Najeb og Sabah

Þorleifur Karl Eggertsson  Najeb Mohammad Alhaj Husin, Eydís Bára Jóhannsdótir, Sabah Mostava, Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Liljana Milenkoska verkefnastjóri flóttamannaverkefnis.  Þorleifur Karl og Eydís Bára eru stuðningsfjölskylda Najeb og Sabah.  

Var efnið á síðunni hjálplegt?