Búfjársamþykkt - tilkynning

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hefur á síðustu vikum unnið að gerð Samþykktar um búfjárhald í Húnaþingi vestra.

Á fundi nefndarinnar þann 18. apríl sl. var samþykkt að senda drög að Samþykktinni til umsagnar fjallskilastjórna í sveitarfélaginu og jafnframt verði íbúum sveitarfélagsins gefinn kostur á að gera athugasemdir við þau drög.

Drög að samþykktinni má finna HÉR. Íbúum sveitarfélagsins er hér með gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum um drögin. Athugasemdum, sem skulu vera skriflegar, ber að skila til skrifstofu Húnaþings vestra í síðasta lagi þann 30. apríl nk.

Var efnið á síðunni hjálplegt?