Breyttur opnunartími Íþróttamiðstöðvar frá og með 19.03.2020

Breyttur opnunartími Íþróttamiðstöðvar frá og með 19.03.2020

Kæru íbúar.
Í ljósa þeirra aðstæðna sem nú eru uppi verður opnunartími og þjónusta Íþróttarmiðstöðvarinnar skert á næstu vikum.
Við viljum þó hvetja íbúa til hreyfingar og leggjum áherslu á að fylla félagsþörf að einhverju leiti á þessum tímum.
Frá og með fimmtudeginum 19. mars og þangað til annað verður tilkynnt
Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar eftirfarandi:

mán-fim 07:00-09:00, 11:30-20:00
fös 07:00-09:00 og 11:30-17:00
lau-sun 10:00-15:00

Íþróttasalurinn verður alveg lokaður á þessu tíma.
Þrektækjasalur verður opinn, með takmörkunum.
Klefarnir eru einungis opnir gestum sundlaugarinnar og eru gestir þrektækjasalar beðnir að virða það.
Gestir eru beðnir að virða leiðbeiningar almannavarna og landlæknis og virða 2 m fjarlægðarregluna.

Sundlaug verður opin en breyting á venjulegu fyrirkomulagi.
• Hámarks gestafjöldi í sundlaugina eru tuttugu einstaklingar í einu
• Hámarksfjöldi í hvern búningsklefa eru tíu einstaklingar í einu
• Gufa og rennibraut lokuð
• Vegna tveggja metra viðmiðs um nánd er takmarkað hversu margir geta verið í hverjum potti hverju sinni.
• Einn sundmaður á hverri braut í einu
• Tímamarkanir í sundlaug geta tekið gildi ef aðsókn er mikill
Opnunartími og þjónusta Íþróttamiðstöðvarinnar getur breyst með stuttum fyrirvara, verða þær kynntar á vefsíðu sveitarfélagsins og facebook síðu Íþróttamiðstöðvarinnar.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?