Bann við upprekstri búfjár

Búfjáreigendum á Hvammstanga er hér með tilkynnt að sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt að banna upprekstur búfjár í Kirkjuhvammi sumarið 2012 þar til úttekt á gróðurfari og beitarþoli jarðarinnar hefur farið fram og gefnar hafa verið út dagsetningar um heimild til upprekstrar sauðfjár og hrossa. Tilkynnt verður með auglýsingu hvenær upprekstur búfjár verður heimilaður. Í kjölfar þeirrar auglýsingar skulu þeir íbúar sem eru með lögheimili á Hvammstanga, og hyggjast nýta sér heimild til upprekstrar, tilkynna það skriflega til skrifstofu Húnaþings vestra og tilgreina jafnframt fjölda búfjár sem sleppt er í Kirkjuhvammi.

Sveitarstjóri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?