Skipulagslýsing - nýtt skipulag fyrir skólareit og til samræmis breytingu á deiliskipulagi austan norðurbrautar á Hvammstanga

Skipulagslýsing - nýtt skipulag fyrir skólareit og til samræmis breytingu á deiliskipulagi austan no…

Auglýst er skipulagslýsing fyrir nýtt skipulag fyrir skólareit og til samræmis breytingu á deiliskipulagi austan norðurbrautar á Hvammstanga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti þann 14. mars s.l. að leita umsagnar á sameiginlegri skipulagslýsingu skv. 1. málsgrein, 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagslýsingin er annars vegar fyrir nýtt deiliskipulag fyrir skólasvæði Hvammstanga og hins vegar breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar til samræmis við nýtt deiliskipulag.

Í breytingu á deiliskipulagi austan Norðurbrautar falla skilmálar um lóð íþróttamiðstöðvar og grunnskóla úr gildi. Þá verður breyting á syðri skipulagsmörkum og skipulagssvæðið minnkar um 3,2 ha í samræmi við nýtt deiliskipulag skólasvæðisins á Hvammstanga sem tekur yfir hluta svæðisins.

Fyrirhugað deiliskipulag fyrir skólasvæði er um 5 ha að stærð, þar er grunnskóli Húnaþings vestra, íþróttamiðstöð, Hvammstangakirkja, leikskólinn Ásgarður, kvenfélagsgarðurinn Bjarkarás og opið útivistarsvæði við Syðri-Hvammsá.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð verður til sýnis í Ráðhúsi Húnaþings vestra og  á heimasíðu sveitarfélagsins á þessari slóð: https://www.hunathing.is/is/thjonusta/skipulags-og-byggingarmal/skipulagsmal-i-auglysingu frá 19. mars til og með 9. apríl 2019.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á  skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is  fyrir 9 apríl n.k.

Var efnið á síðunni hjálplegt?