Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014

Hér með er auglýst kynning vegna breytinga á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 í samræmi við gr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 2 ha. á stærð og er í landi Melstaðar í Miðfirði. Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til staðsetningar á nýju verslunar- og þjónustusvæði fyrir bensínstöð við hringveginn. Tillagan mun liggja frammi til sýnis á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga frá 24. maí 2012 til 4. júní 2012. Að kynningu lokinni mun aðalskipulagbreytingin ásamt tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið vera tekin til afgreiðslu sveitarstjórnar og auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga.

Guðrún Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?