AUGLÝSING

 

um breytingu á deiliskipulagi í Húnaþingi vestra.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur þann 19. febrúar 2015 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sem varðar lóðina Norðurbraut 24. Tillagan var grenndarkynnt 14. janúar til 12. febrúar 2015 og bárust ekki athugasemdir. Í breytingu felst að byggingarreitur út frá verkstæði meðfram vesturhliðinni er stækk-aður um 38,5 m². Nýr byggingarreitur er skilgreindur fyrir 5 x 8 m fituskiljuhús með mestu vegghæð 3,5 m. Húsið er steinsteyptur kassi, að mestu neðanjarðar. Halli á steyptri þakplötu til suðurs er 5°. Aksturs- og göngudyr eru á vesturgafli. Þá er breyting á fyrirkomulagi bílastæðis. Bílastæðum innan svæðisins er ekki fækkað en fyrirkomulagi breytt innan lóðarinnar.

Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem lög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

Hvammstanga, 17. mars 2015.

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri.

__________

B-deild – Útgáfud.: 31. mars 2015

Var efnið á síðunni hjálplegt?