Umsókn um styrk vegna náms

Málsnúmer 2506025

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1249. fundur - 07.07.2025

Unnur Valborg sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Lögð fram beiðni Sabah Mostafa um námsstyrk vegna náms í leikskólakennarafræðum í samræmi við reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.
Lögð fram umsókn frá Sabah Mahmod Mostafa starfsmanns Leikskólans Ásgarðs um styrk til náms í leikskólakennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Fyrir liggur jákvæð umsögn leikskólastjóra vegna umsóknarinnar. Byggðarráð samþykkir veitingu námsstyrks skólaárið 2025-2026 í samræmi við reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.
Var efnið á síðunni hjálplegt?