Búfjárhald í þéttbýli í Húnaþingi vestra

Búfjárhald í þéttbýli í Húnaþingi vestra.

Þann 4. júlí 2013 tók í gildi ný samþykkt um búfjárhald í Húnaþingi vestra.

 2. gr. samþykktarinnar hljóðar svo „ Með búfjárhaldi samkvæmt samþykkt þessari er átt við nautgripa-, hrossa-, sauðfjár-, svína-, kanínu-, loðdýra-, geita- og alifuglahald, sbr. 2. gr. laga um búfjárhald o.fl., nr. 103/2002, með síðari breytingum.

Búfjárhald utan lögbýla í sveitarfélaginu Húnaþingi vestra er óheimilt nema með leyfi sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Þó er takmarkað búfjárhald samkvæmt gildandi deiliskipulagssamþykktum fyrir smábýli við Höfðabraut og í hesthúsahverfi í Kirkjuhvammi á Hvammstanga.“

Skv. samþykktinni er ákvæði til bráðabirgða um að þeir sem við gildistöku þessarar samþykktar eiga eða hafa í umsjá sinni búfé sem fellur undir ákvæði hennar skuli  sækja um leyfi til búfjárhalds til sveitarstjórnar innan tveggja mánaða frá gildistöku samþykktarinnar.

Samþykktina má finna á heimasíðu Húnaþings vestra www.hunathing.isundir stjórnsýsla/reglur og samþykktir.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 455-2400.

Sveitarstjóri Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?