Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn mánudaginn 25. júní 2018 kl. 20:00 Að Sindrastöðum í Víðidal.

Fundarmenn

Ísólfur Líndal Þórisson                                   Júlíus Guðni Antonsson

Gunnar Þorgeirsson                                     Maríanna E. Ragnarsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir                              Sigtryggur Sigurvaldasson

 

 

Fundargerð ritaði: Kristín Guðmundsdóttir
  1. Fráfarandi fjallskilastjórn boðaði til fundarins farið yfir helstu verkefni nefndarinnar og hvað framundan er. Að loknum þeim lið  véku þau af fundi. Þökkum þeim fyrir vel unnin störf.
  2. Stjórnin fór yfir verkefnin sem fyrir liggja og skipti verkunum milli sín. Formaður Ísólfur Líndal Þórisson, ritari Kristín Guðmundsdóttir, meðstjórnandi Gunnar Þorgeirsson.
  3. ,,Verndun Stórasands‘‘ rætt var um verkefnið og tillögu landbúnaðarnefndar um að halda kynningarfund um málið innan fjallskiladeildarinnar, skipst var á skoðunum og niðurstaðan var sú að ekki væri áhugi hjá meirihluta stjórnar á þessu verkefni og því ekki þörf á að halda kynningarfund.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið

Var efnið á síðunni hjálplegt?