Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 22. apríl 2025 kl. 00:00 Dæli.

Deildarfundur Fjallskilastjórnar Víðdælinga haldinn 22.4.2025 í Dæli

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning og skipan fundarstarfsmanna
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram til kynningar
  3. Drög að ársreikningi lögð fram til kynningar
  4. Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikninga
  5. Önnur mál

 

  1. Formaður fjallskilastjórnar, Dagný Ragnarsdóttir, setti fund og tilnefndi Friðrik Má Sigurðsson sem fundarstjóra og Sigríði Ólafsdóttur sem fundarritara. Samþykkt af fundi.
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram til kynningar.
    Dagný Ragnarsdóttir, fjallskilastjóri, fór yfir helstu verkefni fjallskilastjórnar. Farið var í gróðureftirlit með ráðunauti og var upprekstur leyfður í Lambhaga og Krók 19. júní. Fram fyrir girðingu var upprekstur leyfður 25. júní. Upprekstur hrossa var leyfður 30. júní. Gróður leit vel út. Farið var í göngur mánudaginn 2. september, réttað í Valdarásrétt 6. September og Víðidalstungurétt 7. September. Fyrri göngu gengu vel og var það talið til bóta að fá Austur-Húnvetninga með til að smala fremsta hluta heiðarinnar. Skoða þarf áframhaldandi þróun þessa samstarfs, s.s. að senda mann frá okkur með A-Hún. Ákveðið hefur verið að fjallskilstjórnir hittist í júní til að ræða tilhögun haustsins. Seinni göngur voru ekki farnar vegna mikilla snjóa sem gerði framfrá. Í staðinn var farið í eins dags seinni leit á fimmtudegi vikuna eftir að seinni göngur áttu að vera. Sú leit var farin samhliða flugi sem gekk ágætlega og fundust 63 kindur. Fé frá Húnabyggð var talið og voru það 2.778 kindur sem voru 341 færri en haustið á undan. Fjallskilaeining var 400 krónur og dagsverkið 20.000. Stóðsmölun gekk að mestu vel. Einniskot fékk leyfi til að geyma hrossin sín í Króki til að minni hætta væru á að þau færu yfir í austursýsluna. Framkvæmdir við skála voru litlar. Keypt voru gasgrill í 3 skála. Ingvar sá að mestu um vegagerð. Fengin var brotvél til að grjóthreinsa framan við Hrappsstaði sem var til mikilla bóta. Fé í stóðsmölun var um 80 gripir. Heilt yfir var minna framkvæmt en vanalega vegna kulda og mikilla rigninga.
  3. Drög að ársreikningi lögð fram til kynningar.
    Tekjur voru 3.102.845 krónur að meðtöldum styrk frá Húnaþingi vestra að upphæð 403.000 krónur. Gjöld voru 2.360.428 krónur. Hagnaður ársins var 742.417 krónur. Framtalið sauðfé var 3.825 gripir og hross 1.307 gripir.
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga
    Heimir Birgisson spurði nánar út í aukakostnað við leitir. Dagný svaraði því til að ekki hefðu fengist gangnamenn í seinni leit og því hefði þurft að ráða fólk í það starf. Þórir Óli Gunnlaugsson spurði út í fölgun á hrossum á milli ára. Fjallskilstjórn hefur ekki skýringar á því þar sem þessi fjöldi er fundinn út frá forðagæsluskýrslum. Steinbjörn Tryggvason spurði hvort hefðu verið greidd laun fyrir að sækja kindur sem sóttar voru í desember. Svarið er nei þar sem reikningar fyrir unnum störfum bárust ekki. Heimir spurði af hverju kindurnar hefðu ekki verið sóttar í október. Svarið var að ekki hefði verið vitað hvar þær væru.
  5.  Önnur mál
    Pétur Þ. Baldursson ræddi um framkvæmd stóðsmölunar. Kindur hefðu verið fleiri en búist var við og til töluverðra tafa við smalanir. Skýrði nánar frá slysi sem varð á hrossum við smölun.
    Heimir ræddi um framkvæmd gangna. Taldi að erfitt yrði að fá Austur-Húnvetninga til að viðhafa sama fyrirkomulag og var í fyrra. Taldi að gott væri að skoða hvort borgaði sig að senda fleiri undanreiðamenn á hjólum frá okkur til móts við gangnamenn Austur-Húnvetninga. Örn Óli Andrésson ræddi um stóðsmölun. Stóðið hefði verið æstara en oft áður en sömuleiðis hefðu sumir gangnamenn farið af of miklu kappi fram við að reka stóðið áfram. Pétur bætti því við að þegar fjallskil eru lögð á þurfi að ítreka við gangnamenn að hlýta fyrirmælum gangnastjóra. Maríanna Eva Ragnarsdóttir spurði hvort réttara væri að sleppa því að elta eftirlegukindur í stóðsmölun og fara frekar sérferð á eftir þeim. Örn Óli spurði hvort það myndi ekki kosta meira. Heimir velti því upp hvort bæta þyrfti við mönnum á hjólum í seinni göngur. Kristín Guðmundsdóttir benti á að það gæti æst stóðið upp. Þóra Björg Kristmundsdóttir þakkaði fyrir að fá leyfi til að setja Enniskotshrossin í Krók enda hefðu þau skilað sér heim á réttum stað og tíma. Garðar Valur Gíslason spurði hvort það væri búið að reka stóðið of skammt þegar stoppað er við Kolugil sem orsaki aukinn æsing. Rætt var nánar um skipulag stóðsmölunar. Ólafur Benediktsson ræddi nánar um fyrsta dag gangna og telur að það sé nóg að senda einn mann á hjóli frá okkur með austur-Húnvetningum. Ræddi um eftirlegukindur sem sáust í flugleit í október. Taldi að betra hefði verið að fara fram og athuga hvorrt þær fyndust þar sem að seinni göngur voru ekki með venjulegu móti. Ræddi um ábyrgðir þegar slys gerast í göngum. Taldi að gott væri að hafa tryggingar ef tjón verður og sömuleiðis að vita hvort og þá hverjir eru ábyrgir verði tjón. Friðrik taldi gott að skýra hvar ábyrgðir liggja og taldi að sveitarfélgið bæri ábyrgð þar sem að það skipar fyrir um göngur. Pétur tók undir með Ólafi hvað varðar ábyrgðir á slysum sem verða í smalamennskum. Velti fyrir sér hvort það þyrfti að vera ákveðinn aðili sem stýrir gestkomandi. Friðrik skýrði nánar frá umræðu um gestagang í réttum. Heimir spurði hvenær yrði farið í göngur í haust. Svarið er að farið verður mánudaginn 1. september. Dagný veltir fyrir sér framkæmd seinni gangna. Lagði til að seinni göngum verði seinkað þar til austur-Húnvetningar eru búnir að fara til að minnka líkur á eftirlegukindum. Skýrði frá tilmælum MAST um að réttarstjórar fái leiðbeiningar um réttastörf. Ræddi nánar um stóðsmölun. Friðrik ræddi nánar um velferð búfjár í göngum og réttum sem er til skoðunar hjá MAST. Kristinn Rúnar Víglundsson ræddi nánar slys í stóðsmölun og möguleikann á því að tryggingar séu til staðar fyrir tjóni. Garðar Valur spurði hvort ábyrgðartrygging búfjáreigenda tæki þetta tjón ekki. Svarið er nei. Nánar rætt um tryggingar og ábyrgðir. Ólafur Benediktsson benti á að búið væri að prófa að seinka seinni göngum og hefði ekki tekist sem skyldi, sjálfsagt væri að prófa aftur en það yrði þá að liggja fyrir sem fyrst vegna haustskipulags hjá bændum. Rætt almennt um tilhögun þess er fé er hleypt fram á heiði úr Lambhaga. Örn Óli taldi að hlið í gili að austan væri opið. Ræddi nánar um viðhald rétta. Almennar umræður um viðhald rétta og staðsetningar til framtíðar. Nauðsynlegt sé að ræða málið til hlítar og festast ekki í viðjum vanans og hefðarinnar hvað göngur og réttir varðar.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Dagný þakkaði fyrir góðan fund og sleit fundi klukkan 22.21

Var efnið á síðunni hjálplegt?