Sumardagurinn fyrsti í Húnaþingi vestra

Íbúar Húnaþings vestra og gestir

 Boðsbréf

Í tilefni af sumarkomu er ykkur boðið til hátíðahalda í Félagsheimilinu Hvammstanga á sumardaginn fyrsta.

Upphaflega var stofnað til hátíðahalda í tilefni sumardagsins fyrsta af  þáverandi Fegrunarfélagi sem stóð fyrir gróðursetningu, og byggði upp garðinn, við Sjúkrahúsið. Þetta er í 63. sinn sem þau eru með þessu sniði.

 

Dagskráin hefst klukkan 14:00

með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu Hvammstanga með viðkomu við Sjúkrahúsið.

Að lokinni skrúðgöngu hefst hefðbundin dagskrá í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem Vetur konungur afhendir Sumardísinni völdin og sumarið hefur innreið sína inn í hjörtu okkar með söng og gleði.

Nokkrar umferðir verða síðan spilaðar af Bingó í boði fyrirtækja í Húnaþingi vestra.

 Landsbankinn á Hvammstanga býður í tilefni sumarkomunnar öllum íbúum Húnaþings vestra og gestum og gangandi í sumarkaffi í Félagsheimilinu á Hvammstanga á sumardaginn fyrsta frá því að skrúðgöngu lýkur til klukkan 16:30.

Verið velkomin

Ingibjörg Pálsdóttir

Þess má geta að Ingibjörg Pálsdóttir er ein af stofnendum og félagsmönnum Fegrunarfélagsins sem byggði sjúkrahúsgarðinn.

Var efnið á síðunni hjálplegt?