23. september kl. 20:30-23:59
Viðburðir
Félagsheimilið á Hvammstanga
Slagarasveitin heldur útgáfutónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 23. september 2023. Tilefnið er útgáfa fyrstu hljómplötu sveitarinnar. Um er að ræða tólf laga plötu sem ber nafn sveitarinnar. Halldór Ágúst Björnsson í Stúdíó Neptúnus stjórnaði upptökum, forritun, hljóðblöndun og útsetti lögin ásamt Ragnari Karli Ingasyni og Slagarasveitinni.
Slagarasveitina skipa:
Geir Karlsson
Ragnar Karl Ingason
Skúli Þórðarson
Stefán Ólafsson
Valdimar H. Gunnlaugsson
Geir Karlsson
Ragnar Karl Ingason
Skúli Þórðarson
Stefán Ólafsson
Valdimar H. Gunnlaugsson
Fyrir tónleikana fær hljómsveitin aukalega til liðs við sig Aðalstein Grétar Guðmundsson, Aldísi Olgu Jóhannesdóttur, Ástrósu Kristjánsdóttur, Guðmund Hólmar Jónsson, Hjört Gylfa Geirsson og Kristínu Guðmundsdóttur.