Perlað af krafti

Ein helsta fjáröflunarleið Krafts er sala perluarmbanda með áletruninni „Lífið er núna“. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum sem leggja félaginu lið með því að bjóða fram krafta sína.

Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum og Perlaðu af krafti.

Opið hús milli kl. 16:00 og 19:00 og allir geta komið og lagt hönd á perlu í lengri eða skemmri tíma.

Perlunin sjálf er auðveld og á færi flestra fullorðinna og barna með leskunnáttu. Gert er ráð fyrir því að foreldrar/forráðamenn mæti með börnum sínum og aðstoði þau.

Tilvalið tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum, og um leið leggja góðu málefni lið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?