Melló Músika og Ljótu hálfvitarnir

Sannkölluð tónlistarveisla verður á fimmtudagskvöldinu á Eldi í Húnaþingi á Melló Músika, en þar koma heimamenn fram og flytja lög, hver á fætur öðrum. Mikil fjölbreytni er meðal tónlistarfólksins á svæðinu svo það finna eflaust flestir eitthvað við sitt hæfi á Melló. Sú nýbreytni er í ár að selt verður inn á Melló Músika og Ljótu hálfvitana saman. Eitt verð fyrir tvo viðburði.
 
Í beinu framhaldi treður svo hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir upp. Hana þarf varla að kynna. Hóphljómsveitn með meiru sem spilar þjóðlagakennt hálfvitapopp með bjórívafi. Ekki okkar orð.
 
Eldsbarinn verður á svæðinu og 18 ára aldurstakmark.
Verð 3.500 kr.
 
Forsala miða verður þriðjudaginn 1. júlí í aðstöðu Pílufélags Hvammstanga á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga kl. 20-22. Hámark sex miðar á mann.
Var efnið á síðunni hjálplegt?