Hrekkjavökupartý / Halloween Party

Happy Halloween

Hrekkjavökupartý verður haldið eins og síðustu ár í félagsmiðstöðinni Órion laugardaginn 2. nóvember frá klukkan 16:00-18:00.  Þar verður matur á borðum, búningakeppni og fleira.

Eftir það ganga börnin í hús.

Það væri gott að þeir sem vilja taka þátt og fá börnin til sín myndu setja lukt , útiljós eða jafnvel draugalegt skraut fyrir utan heimilin sín svo börnin viti að þau eru velkomin.

Foreldrar/forráðamenn sem eiga börn sem mæta í hrekkjavökupartýið mega endilega koma með veitingar á hlaðborðið og ekki væri verra ef þær væru skreyttar hrekkjavökulega.

Mikilvægt er að muna eftir endurskinsmerkjum og/ eða láta börnin hafa vasaljós þar sem farið er að dimma verulega á þessum árstíma.

Síðustu ár hafa þær Ásdís Aþena Magnúsdóttir og Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir séð um að skipuleggja Hrekkjavökugleðina og þetta verður síðasta árið sem þær sjá um skipulagninguna og vilja þær þakka fyrir sig.

Ásdís og Bryndís vilja hvetja þá sem hafa áhuga á því að taka við af þeim að hafa samband við þær fyrir 30. október nk.

Styrktaraðilar : KVH, Söluskálinn Hvammstanga og Húnaþing vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?