HIP Fest - Mini

Velkomin á HIP Fest MINI 2022! Hvammstangi International Puppet Festival er brúðulistahátíð á Hvammstanga, Norðurlandi vestra, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar.

Við eflum listamenn og listræn gildi í dreifbýli og bjóðum upp á brúðusýningar á heimsmælikvarða með áhorfendum sem taka vel á móti þeim. Við leggjum mikið upp úr listrænum gæðum og því að efla samfélög og listamenn.

HIP er samfélagsleg hátíð. Hún er í núinu og mótar framtíðina í senn. Hún er vettvangur þar sem listamenn geta komið saman og deilt kunnáttu, gleði, mat, list og skemmt sér. Hún er anakreonísk. HIP er hvíld frá ysi og þysi og gott tækifæri til þess að njóta algerrar kyrrðar Norðurlands vestra. Hátíðin er  í annarri vikunni í október, helgina eftir stóðréttir. Í ár verður hátíðin haldin 7. - 9. október 2022 dagana .

Þetta árið höfum við breytt fyrirkomulagi hátíðarinnar aðeins og höldum Litla HIP (HIP Fest Mini), minni og notalegri dagskrá þar sem við einbeitum okkur meira en áður að tengslamyndun, því að hitta nýja og gamla vini og deila því sem vekur okkur söng í hjarta. Við vonum að þið njótið dagskrár hátíðarinnar í ár.

Við leggjum metnað okkar í fjölbreytta dagskrá með leiksýningum, vinnusmiðjum og kvikmyndasýningum. Geturðu ekki valið? Hví ekki kaupa Hátíðarpassa og fá aðgang að öllum viðburðum?

Ást til ykkar allra og lengi lifi brúðugerð!​  

www.thehipfest.com

Tengill á viðburð

Var efnið á síðunni hjálplegt?