Fræðslu-og skemmtifundur um forystufé

Áhugafólk um forystufé úr öllum áttum mætir, hefur gaman saman og spjallar um (forystu-)heiminn og geiminn ... ekki síst um umdeilt efni á borð við blendinga, forystufé í göngum, skilgreiningu út frá ættum eða eiginleikum eða útliti ... við skoðum fé, hlustum á sögur, deilum reynslu, spyrjum spurningar og fræðumst á skemmtilegan hátt!
Ef tækni klikkar ekki, verða til upptökur af fyrirlestrunum og einnig af bæjarheimsóknunum. Slóðin verður (upp úr 24.3. í síðasta lagi): www.tinyurl.com/forystuskemmtifundur
Ath: skráning hjá Karólínu Elísabetardóttur (messenger-skilaboð) til 13. mars!
Sunnudagur, 7. apríl 2024
[Aðalfundur Forystufjárræktarfélags Íslands verður f.h. sama dag á Laugarbakka - nánari upplýsingar fást beint hjá félaginu]
13:00 Bjarg/Miðfirði (rétt sunnan við Laugarbakka):
• Daníel Hansen, forystufjársetri á Svalbarði:
„Hvað er forystufé? Kröfur til forystufjár – fyrr og nú.“
• ær með mögulega forystueiginleika skoðaðar á bænum – umræða
• Árni Bragason, ráðunautur:
„Ræktunarmarkmið forystufjár; skráning í Fjárvís“
• umræða, kaffi & kökur
15:45 Illugastaðir/Vatnsnesi:
• forystukindur á bænum skoðaðar – hreinar og og blendingar
• Halldór Pálsson, sauðfjárbóndi og smalahundaþjálfari á Súluvöllum:
“Forystufé og smalahundar – taugaslitandi keppni eða farsælt samspil?“
- umræða
17:30 Félagsheimili Hamarsbúð (Vatnsnesi)
• sögur úr „Forystufé“ eftir Ásgeir frá Gottorp –
dæmi fyrir utan staðalmyndarinnar (kollótt eða hnýflótt forystufé, forystufé án forystuættar)
• hópsamtal:
„Að temja forystufé – meira en bara að spekja það“
• hlaðborð
(þáttakendur leggja til salöt, brauðtertur, kökur, brauð, álegg, ávexti, ...)
• Ólafur Dýrmundsson (í gegnum Zoom):
„Reynsla af forystufé - verndun einstakrar erfðaauðlindar“
• svipmyndir (myndband): forystufé að störfum og leik
• Gulla á Gróustöðum:
„Gjörsamlega óþolandi kvikindi? Forystublendingar“
• Sara Hrönn á Brakanda:
„Stærsta forystufjárhjörðin Íslands í nærmynd“
• frjáls umræða og spjall, kaffi, te & smákökur
áætlað lok: 22:30
hægt að vera með allan daginn eða bara á ákveðnum stöðum
þáttökugjald (aðallega leiga fyrir félagsheimilið): hámark 1500 kr - minna ef fleiri en 10 taka þátt
Auðvitað er sóttvörnum gætt!
Var efnið á síðunni hjálplegt?