Handbendi kynnir með stolti nýjustu gestasýninguna, en þessi kemur frá Finnlandi og kallast: “Ekkert-svo-græni maðurinn” eftir Sönnu Toivanen, Oskar Luko og Dan Dawes.
Dansað einræðuverk, lofgjörð til Móður Jarðar, gamanleikur. Dansleikhússóló með mannslíkama og plöntuhaus. Karókí með slögurum frá 9. og 10. áratugnum í blandi við hefðbundin basknesk lög.
Græni maðurinn var eitt sinn meitlaður í tré, kirkjur og byggingar um allan heim. Hann var heiðraður, dáður, tilbeðinn. Nú er hann bara nafn á krá í London...
Harmi sleginn grænn maður, gleymd díva, sem vaknar eftir 200 ár og fær loksins tækifæri til að flytja áhorfendum einræðu sem hann hefur æft í einrúmi allan þennan tíma. Söngur til náttúrunnar, dansandi lofgjörð til sambandsins sem við höfum gleymt að eiga við Móður Jörð.
Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir!
Sanna Toivanen er finnsk leikkona, leikstjóri og framleiðandi sem sérhæfir sig í leikhúsi mannslíkamans.
Oskar Luko er baskneskur leikari, dansari og kennari/þjálfari.
Dan Dawes er breskt leikskáld og leikstjóri í leikhúsi, auk þess sem hann starfar við söguhönnun í tölvuleikjaiðnaðinum.
Verkefnið er styrkt af finnsk-íslenska menningarsjóðnum.
Viðburðurinn hefst kl. 19:00 í stúdíó Handbendi þann 23. maí
Sjá nánar á: https://www.facebook.com/events/1755752348680944?active_tab=about