ÁSGEIR EINFÖR UM ÍSLAND

Um viðburðinn

 

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti fer einsamall um Ísland í sumar þar sem hann kemur fram á 14 tónleikum víðsvegar um landið. Tónleikaferðin hefst í Landnámssetrinu í Borgarnesi þann 27. júní og henni lýkur í Háskólabíói þann 14. september. Tónleikastaðirnir eru fjölbreyttir en Ásgeir kemur m.a. fram í Básum í Þórsmörk, á Hótel Flatey og í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. Miðasala hefst miðvikudaginn 1. maí kl 10:00 á Tix.is. Ókeypis er inn á tónleikana í Flatey og miðar fyrir tónleikana í Básum í Þórsmörk verða seldir á staðnum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?