Að varða veginn – Verður 2020 þitt besta ár?

Námskeiðið er opið öllum. Stéttarfélögin Sameyki, Kjölur, Samstaða, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum á námskeið þeim að kostnaðarlausu.

Á námskeiðinu verður litið yfir farinn veg, gamla árið kvatt og leiðin vörðuð fyrir árið 2020.
Markmið er að í lok námskeiðs hafi þátttakendur skýra sýn á hvert þeir vilja stefna á árinu 2020 og hafi lagt vörður að leiðangri sínum í þar til gerða vinnubók. Notaðar verða m.a. aðferðir markþjálfunar með þátttakendum.

Nauðsynlegt er að ská sig á námskeiðið á heimasíðu Farskólans:
http://farskolinn.is/namskeid/ns/faersla/ad-varda-veginn-verdur-2020-thitt-besta-ar/

Leiðbeinendur: Kristín Björk Gunnarsdóttir og Ingunn Helga Bjarnadóttir markþjálfar

Lengd: 3,5 klst.

Verð: 21.500 kr. Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðið eru öllum opið og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Var efnið á síðunni hjálplegt?