Umhverfisviðurkenningar 2015 - tilnefningar

Umhverfisviðurkenningar 2015 - tilnefningar
Auglýst er eftir tilnefningum til viðurkenninga í umhverfismálum í Húnaþingi vestra 2015.
Veittar eru viðurkenningar vegna umhirðu húsa og lóða/landareigna, endurgerð húsnæðis og framlag til umhverfis og samfélags. 
Nefnd vegna umhverfisviðurkenninga er skipuð af sveitarstjórn og heldur nefndin utan um valið.  Nefndin skoðar garða/svæði með tilliti til umhirðu, umgengni, hönnunar, skipulags og áherslu á umhverfismál.

Umhverfisviðurkenningar verða veittar á fjölskyldudegi Elds í Húnaþingi, laugardaginn 25. júlí.

Hægt er að skila inn tilnefningum til Ínu Bjarkar, umhverfisstjóra á netfangið umhverfisstjori@hunathing.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?