Steinakallarnir í Húnaþingi vestra

Hér má sjá Vermund frá Veigarstöðum, svona líka glansandi fínn með nýja húfu.
Hér má sjá Vermund frá Veigarstöðum, svona líka glansandi fínn með nýja húfu.

Í Húnaþingi vestra býr fjöldinn allur af skemmtilegum steinaköllum sem setja svo sannarlega svip sinn á sveitarfélagið. Þeir hafa nú fengið "fósturmömmur" sem ætla að sjá til að þess að þeir séu alltaf fínir og flottir til fara.

Hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga og kalla sig "Gærurnar" höfðu lýst áhuga sínum á að hlúa að steinaköllunum með því að m.a prjóna á þá húfur, mála þá og fl.

Umhverfisstjóri tók mjög vel í hugmyndina og fagnaði þessu skemmtilega og umhyggjusama framtaki með því að skrifa undir samkomulag við Gærurnar.

Samkomulagið tók gildi þann 3. júní s.l., sem er afmælisdagur Önnu Ágústsdóttur listakonu en steinakallarnir eru sköpunarverk Önnu.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?