Starf rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs laust til umsóknar

Starf rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs laust til umsóknar

Rekstrarstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs

Laust er til umsóknar starf rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Um er að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.

Starfssvið rekstrarstjóra
• Stjórnun verklegra framkvæmda og viðhaldsmála í sveitarfélaginu.
• Gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með fjárreiðum framkvæmda- og umhverfissviðs í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar um gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með fjárreiðum sveitarfélagsins.
• Áætlanagerð og eftirlit. Meðal annars með

  • þjónustumiðstöð (áhaldahúss)
  • eignasjóði
  • hitaveitu
  • fráveitu
  • vatnsveitu
  • hafnarsjóði,
  • öðrum eignum sveitarfélagsins sem falla undir starfsemi framkvæmda- og umhverfissvið í samráði og samvinnu við aðra starfsmenn sviðsins og sveitarstjóra.

• Rekstrarstjóra er ætlað að sitja fundi skipulags- og umhverfisráðs og aðra fundi er falla undir verksvið framkvæmda- og umhverfissviðs skv. ákvörðun sviðsstjóra og sveitarstjóra hverju sinni.
• Önnur mál á sviði framkvæmdar- og umhverfissviðs í samráði við sveitarstjóra.
• Rekstrarstjóri hefur starfsstöð í Ráðhúsi Húnaþings vestra.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Meistarapróf í löggiltri iðngrein sem nýtist í starfi og/eða háskólapróf í tæknigreinum kostur.
• Reynsla af verklegum framkvæmdum er nauðsynleg.
• Reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg.
• Reynsla af áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð er æskileg.
• Góð almenn tölvuþekking skilyrði, kunnátta á teiknihugbúnaði er kostur.
• Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvæg.
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni.
• Geta til að tjá sig í ræðu og riti.

Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur um starf rekstrarstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs Húnaþings vestra er til og með 11. apríl nk. Stefnt skal að því að viðkomandi hefji störf frá og með 1. júlí eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstangi. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi Húnaþings vestra á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í síma 786-4579, netfang gudny@hunathing.is.

Hvammstangi í Húnaþingi vestra er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins með um 600 íbúa en íbúar í Húnaþingi vestra eru 1.180. Hvammstangi er í alfaraleið, aðeins 6 km. frá þjóðvegi 1 og í u.þ.b. tveggja klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík og Akureyri. Í Húnaþingi vestra er til staðar öll almenn opinber þjónusta auk annarrar fjölbreyttrar þjónustu. Möguleikar til útivistar, íþrótta, afþreyingar og félagsstarfa eru fjölmargir og því er Húnaþing vestra góður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk.

Var efnið á síðunni hjálplegt?