Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum COVID-19. Neyðarstig tók gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 5. október og gildir til og með 19. október,  samhliða hertum samkomutakmörkunum. 

Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga, að huga vel að sóttvörnum og forðast mannamót að óþörfu. Mjög áríðandi er að fólk fylgi leiðbeiningum um einstaklingsbundnar smitvarnir, virði sóttkví og fylgi gildandi takmörkunum á samkomum.

Á vefsíðu heilbrigðisráðuneytisins má finna upplýsingar um breyttar reglur um samkomutakmarkanir og skólahald.

Á vefsíðu Grunnskóla Húnaþings vestra má finna upplýsingar um skólahald næstu tvær vikurnar.

Í Húnaþingi vestra hefur ræktinni verið lokað en sundlaugin er opin með þrengri fjöldatakmörkunum þ.e.a.s. 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi.

Í öllum stofnunum sveitarfélagsins verður skerpt á sóttvarnaraðgerðum og eru íbúar hvattir til að nýta eins og kostur er rafrænar lausnir eða síma í samskiptum sínum við stofnanir sveitarfélagsins.

Fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns, börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanskilin. Undantekningar frá 20 manna hámarki snýr m.a. að leik- og grunnskólum, sviðslistum, áhorfendum á íþróttleikjum, útförum og fl. Undantekningarnar má finna á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins.

Fjarlægðarmörk verða áfram einn metri og við aðstæður þar sem slíkt er ekki mögulegt er skylt að nota andlistgrímur.

Íbúar Húnaþings vestra eru hvattir til að huga að persónlegum smitvörnum, virða alltaf og alls staðar eins metra fjarlægðarmörkin og fjöldatakmarkanir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?