Hlutastarf í félagsmiðstöðinni Órion

Leitað er að starfsmanni í hlutastarf í félagsmiðstöðinni  Órion . Starfið felur í sér umsjón á opnunartímum félagsmiðstöðvarinnar og skipulagningu dagskrár  og utanumhald.

Ferðir á vegum SAMFÉS og  skipulagðar ferðir skv. dagskrá Órion. 

 

Hæfniskröfur:

Áhugi á að vinna með unglingum

Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi

Frumkvæði og sjálfstæði

Færni í samskiptum

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun desember 2015.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samstöðu  og Launanefndar sveitarfélaga.

Frekari upplýsingar um starfið gefur  Tanja  íþrótta- og tómstundafulltrúi  í síma 858 1532.

Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember nk.

Umsóknum skal skilað á netfangið  tanja@hunathing.is eða á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.

 

Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra  eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.

 

Í samræmi við æskulýðslög nr. 70/2007 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfsins að skila sakavottorði.

Var efnið á síðunni hjálplegt?