Frístundastarf í júní - tilraunaverkefni í sumar

Frístundastarf í júní – tilraunaverkefni í sumar

Húnaþing vestra hefur í samstarfi við Umf. Kormák ákveðið að gera tilraun með frístundastarf í júní fyrir börn fædd á árunum 2008 – 2003 (1. – 6. bekk) í húsnæði grunnskólans á Hvammstanga.

Frístundastarfið skiptist þannig:

  • 7 – 10 ára, börn fædd 2008 – 2005. Þrjár vikur 8. – 26. júní frá kl. 8:00 – 12:00 og 13:00 – 16:00. 
    Stök vika allan daginn fyrir 7 – 10 ára kostar 10.000 kr. (5.000 hálfur dagur).  Ef pantaðar eru þrjár vikur og greitt fyrirfram er kostnaður 23.000 kr. (12.500 hálfur dagur).   Innifalinn er efniskostnaður, morgun- og síðdegishressing og fylgd á æfingar
  • 11 – 12 ára, börn fædd 2004 – 2003.  Tvær vikur 15. – 26. júní  frá kl. 13:00 – 16:00.
    Stök vika hálfan daginn fyrir 11 – 12 ára kostar 5000.  Ef pantaðar eru tvær vikur og greitt fyrirfram er kostnaður kr. 7.500.  Innifalinn er efniskostnaður og síðdegishressing.

Systkinaafsláttur er 50% með öðru barni, frítt fyrir þriðja. Hægt er að nýta frístundakort Húnaþings vestra.

Frístundin er opin milli klukkan 12-13 þar sem verður boðið upp á léttan hádegismat og gæslu fyrir kr. 500 (ekki systkinaafsláttur).

Tekið er á móti skráningum til og með föstudeginum 22. maí nk.  Ekki verður hægt að tryggja þátttöku í frístundastarfinu komi skráningar eftir þann tíma.

Hægt er að nálgast skráningablað á skrifstofu Húnaþings vestra og á heimasíðu sveitarfélagsins.  Frekari upplýsingar á netfanginu grunnskoli@hunathing.is.

 

Skráningarblað má nálgast HÉR

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?