Friðarhlaupið í Húnaþingi vestra

Friðarhlaupið fer fram í Húnþingi vestra, þriðjudaginn 2. júlí. Áætlað er að hlaupið verði inn á Hvammstanga um kl. 15:40 og því er tilvalið að slást í för, haldið verður á Bangsatún þar sem plantað verður friðartré.

Friðarhlaupið (World Harmony Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem er kennt við indverska friðarfrömuðinn Sri Chinmony (Sri Chinmony Oneness-Home Peace Run). Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.

Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað. Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins. Friðarhlaupið fer fram í öllum heimsálfum ár hvert og er þetta í 20. skiptið sem hlaupið er á Íslandi.

Allir sem vilja hlaupa eru hvattir til slást í för og vera með sem og þeir sem vilja vera við gróðursetningu friðartrésins.

Var efnið á síðunni hjálplegt?