Sviðsstjóri Framkvæmda- og umhverfissviðs

Sviðsstjóri Framkvæmda- og umhverfissviðs

 

Sviðsstjóri Framkvæmda- og umhverfissviðs

 

Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Um er að ræða 100% starf í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Starfið heyrir beint undir sveitarstjóra Húnaþings vestra. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs. Sviðsstjóri ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra og sveitarstjórn í öllum störfum sínum og ákvörðunum.

 

Starfssvið

• Öll verkefni sem lúta að starfi skipulags- og byggingarfulltrúa m.a. veitingu byggingarleyfa

• Sviðsstjóri á setu í framkvæmdaráði sveitarfélagsins ásamt sveitarstjóra, sviðsstjóra

  fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fjölskyldusviðs

• Ábyrgð á starfsemi þjónustumiðstöðvar á Hvammstanga, hafnar, eignasjóðs, brunavörnum,

  fráveitu, hitaveitu, vatnsveitu, umhverfismálum, umferðar- og samgöngumálum,  

  framkvæmda og viðhaldsmálum sveitarfélagsins

• Gerð fjárhagsáætlana í samvinnu við framkvæmdaráð, sveitarstjórn, rekstrarstjóra

  framkvæmda- og umhverfissviðs og aðra starfsmenn sveitarfélagsins eftir því sem við á

• Umsjón með lóðum og lendum sveitarfélagsins

• Ábyrgð og eftirlit með öryggismálum

• Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs er jafnframt starfsmaður skipulags- og 

  umhverfisráðs Húnaþings vestra

 

Menntunar- og hæfniskröfur

• Próf í rekstrar-, verk-, byggingar- eða tæknifræði sem nýtist í starfi

• Réttindi skipulags- og byggingafulltrúa æskileg en ekki skilyrði

• Reynsla af áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð

• Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

• Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg

• Þekking á sviði framkvæmda er nauðsynleg

• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er  æskileg

• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og  skipulagshæfni

• Geta til að tjá sig í ræðu og riti

 

Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Umsóknarfrestur um starf sviðsstjóra Framkvæmda- og umhverfissviðs Húnaþings vestra er til og með 21. júlí  nk. Umsóknir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstangi. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi Húnaþings vestra á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is.  Nánari upplýsingar um starfið veitir  Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti í  síma 862-1340

 

 

Hvammstangi í Húnaþingi vestra er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins með um 560 íbúa en íbúar í Húnaþingi vesta eru 1.160.  Hvammstangi er í alfaraleið, aðeins 6 km. frá þjóðvegi 1 og í u.þ.b. tveggja klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík og Akureyri. Í Húnaþingi vestra er til staðar öll almenn opinber þjónusta auk annarrar fjölbreyttrar þjónustu. Möguleikar til útivistar, íþrótta, afþreyingar og félagsstarfa eru fjölmargir og því er Húnaþing vestra góður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk.

Var efnið á síðunni hjálplegt?