68. fundur

68. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 17. febrúar 2022 kl. 16:15 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Patrekur Óli Gústafsson, formaður, Eyrún Una Arnarsdóttir, aðalmaður, Jóhann Smári Reynisson, aðalmaður, Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir, aðalmaður, Ástríður Halla Reynisdóttir, aðalmaður, Jenný Dögg Ægisdóttir, aðalmaður og Oddný Sigríður Eiríksdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir


Dagskrá.

1. Kynning frá Patreki Óla um styrktarumsókn frá Rannís og tækifærin sem eru fyrir hendi hjá ungu fólki sem sækir um.

2. Bréf til pólítísku flokkanna í Húnaþingi vestra sem verða í framboði í sveitarstjórnarkosningum í maí 2022

Afgreiðslur

1. Patrekur Óli fór yfir ferlið sem tekur að sækja um til Rannís. Ferlið getur verið flókið en með góðri hjálp gengur það vel.

2. Ungmennaráð Húnaþings vestra skorar á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að fá til liðs við sig ungt fólk úr sveitarfélaginu til að sitja á lista.
Mikilvægt er að virkja ungt fólk til áhrifa og er gott tækifæri fyrir það í sveitarstjórnakosningum.

Einnig óskar ungmennaráð eftir að haldinn verði sameiginlegur fundur þann 28. apríl með þeim framboðum sem bjóða fram í Húnaþingi vestra með ungmennaráði. Fyrirkomulag fundarins gætum við skoðað í sameiningu þegar nær dregur.


Ungmennaráð óskar eftir að fá að halda einn aukafund á þessari önn vegna undirbúnings fyrir fund með stjórnmálaflokkum og óska eftir að Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri verði með á þeim fundi.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 17.30

Var efnið á síðunni hjálplegt?