67. fundur

67. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 18. nóvember 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Patrekur Óli Gústafsson, formaður, Eyrún Una Arnarsdóttir, aðalmaður, Jóhann Smári Reynisson, aðalmaður, Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir, aðalmaður, Ástríður Halla Reynisdóttir, varamaður, og Jenný Dögg Ægisdóttir, aðalmaður. Oddný Sigríður boðaði forföll, ekki náðist í varamann.

 

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

 

 

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá: 

 

 

 

  1. Kynning frá fulltrúum ungmennaráðs um ferð þeirra til Finnlands.
  2. Erindi frá pílufélaginu vegna styrks um námskeið fyrir börn og ungmenni og uppbyggingu á félaginu.
  3. Erindi frá Kjúklingaráði félagsmiðstöðvar Órions á Hvammstanga að fá DJ-námskeið.

 

 

Afgreiðslur :

 

 

 

  1. Eyrún Una og Jóhann Smári kynntu fyrir ráðinu ferð sem farin var til Finnlands í október sl. en hún er hluti af Erasmus verkefni „Back to the roots“ sem er tveggja ára

verkefni í samstarfi við Finnland.

     2. Ungmennaráð fagnar því að komið sé pílufélag á Hvammstanga og vill veita félaginu styrk að upphæð 300.000 kr. til þess að halda námskeið og kynna íþróttina fyrir börnum og ungmennum í sveitarfélaginu. Íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að skrifa byggðaráði bréf um aðgang að upphæð 300.000 kr. af þeirri fjárhæð sem ungmennaráð hefur til afnota fyrir árið 2021. Patrekur Óli, formaður pílufélagsins vék af fundi undir þessum lið.

    3. Ungmennaráð samþykkir að veita Kjúklingaráði Óríons 100.000 kr. í styrk vegna Dj námskeiðs fyrir unglinga á aldrinum 13 – 18 ára. Íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að skrifa byggðaráði bréf um aðgang að upphæð 100.000 kr. af þeirri fjárhæð sem ungmennaráð hefur til afnota fyrir árið 2021. Eyrún Una, fulltrúi Kjúklingaráðs vék af fundi undir þessum lið.

 

 

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 17:22

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?