66. fundur

66. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 7. október 2021 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Eyrún Una Arnarsdóttir, aðalmaður, Oddný Sigríður Eiríksdóttir, aðalmaður, Jóhann Smári Reynisson, aðalmaður, Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir, aðalmaður, Sunneva Eldey Þorvaldsdóttir, aðalmaður, Patrekur Óli Gústafsson, aðalmaður og Jenný Dögg Ægisdóttir, aðalmaður. Sunneva Eldey mætti ekki til fundar og ekki náðist í varamann.

 

Starfsmenn

Embættismenn: Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

 

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá.

 

1. Kynning á starfi ungmennaráðs.
2. Kosning um formann og varaformann.
3. Umræða um verkefni í vetur.
4. Önnur mál.


Afgreiðslur

1. Sviðsstjóri og íþrótta- og tómstundafulltrúi fóru yfir starf ungmennaráðs, erindisbréf og þagnarheit. Nefndarmenn skrifuðu undir þagnarheit.
Nefndarmenn kynntu sig með formlegum hætti.

2. Formaður ráðsins var kosinn Patrekur Óli Gústafsson og varaformaður ráðsins var kosinn Eyrún Una Arnarsdóttir.


3.
• Ákveðið var að funda reglulega eða þriðja fimmtudag í mánuði kl. 15.15.
• Hugarflug um málefni vetrarins eins og námskeið, fyrirlestra og fleira.
• Hugmynd kom að námskeiði fyrir ungmenni í pílukasti en verið er að koma upp aðstöðu í húsnæði á Hvammstanga. Beðið er eftir formlegri beiðni.
• Spurningar komu um hjólabrettabrautir hvort væri komin staðsetning fyrir þær.
• Ruslafötur á almannafærum mættu vera fallegri og jafnvel með loki. Einnig þyrfti að losa þær oftar þar sem þær eru yfirfullar og rusl dreifist um allt.

 


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:45

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?