65. fundur

65. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 3. júní 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Eyrún Una Arnarsdóttir, aðalmaður, Viktor Ingi Jónsson, aðalmaður, Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, formaður, Guðrún Helga Magnúsdóttir, aðalmaður, Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir, aðalmaður, Jóhann Smári Reynisson, aðalmaður og Heiða Bára Pétursdóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.  

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá

1. Ína Ársælsdóttir kemur á fundinn til að kynna og svara spurningum um skipulag skóla- og íþróttasvæðis á Hvammstanga.

2. Guðrún Helga Magnúsdóttir er með erindi um aðstöðu upphýfinga hjá unglingum og krökkum í íþróttamiðstöðinni.

3. Jóhann Smári, Eyrún og Leonie fræða okkur um stöðu verkefnisins “Back to the roots”.

4. Erindi frá Tönju um verkefnið Heilsueflandi samfélag.

5. Önnur mál

Afgreiðslur

1. Ína Ársælsdóttir, umhverfisstjóri Húnaþings vestra kynnti fyrir ráðinu skipulag á skóla- og íþróttasvæði á Hvammstanga. Ráðið þakkar Ínu fyrir fróðlega og áhugverða kynningu og góð svör.

2. Guðrún Helga Magnúsdóttir ræddi um að setja upphífingastöng í íþróttasalinn í íþróttamiðstöðinni. Ráðið tók vel í það og fól Tönju Ennigarð íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða málið um staðsetningu og gera kostnaðaráætlun.

3. Jóhann Smári og Leonie sögðu frá því starfi sem farið er af stað í Erasmus verkefninu „Back to the roots“ sem þau eru að vinna í, í samstarfi við Finna.

4. Tanja kynnti ráðinu fyrir þeirri vinnu sem hafin er á Heilsueflandi samfélagi sem Húnaþing vestra stefnir á að innleiða í sveitarfélagið. Óskað var eftir fulltrúa ungmennaráðs til að vinna í þeim kafla sem snýr að ungmennum. Guðrún Helga Magnúsdóttir bauð sig fram og var það samþykkt.

5. Jóhann Smári ræddi um styrktarumsókn fyrir unglingaafþreyingu yfir bæjarhátíðina Eld í Húnaþingi. Hann mun senda inn skriflega umsókn.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?