64. fundur

64. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 18. febrúar 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Eyrún Una Arnarsdóttir, aðalmaður, Viktor Ingi Jónsson, aðalmaður, Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, formaður, Guðrún Helga Magnúsdóttir, aðalmaður, Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir, aðalmaður, Jóhann Smári Reynisson, aðalmaður og Heiða Bára Pétursdóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.  

Fundargerð ritaði: Guðrún Helga Magnúsdóttir

Dagskrá.

1. Magnús Eðvaldsson fulltrúi sveitarstjórnar kemur á fundinn fyrir hönd starfshóps um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi.

2. Magnús Eðvaldsson fulltrúi starfshóps fyrir Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra kynnir einnig drög að fjölnotarými í íþróttamiðstöðinni.

3. Önnur mál.

Afgreiðslur

1. Magnús Eðvaldsson fulltrúi sveitarstjórnar kynnti hugmyndir fyrir hönd starfshóps um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi. Ungmennaráðið mun velta hugmyndum á milli sín og koma með tillögur til starfshópsins mánudaginn 1. mars. Fulltrúar til að skila inn hugmyndum ráðsins eru Ásta Guðný og Viktor Ingi.

2. Magnús Eðvaldsson fulltrúi starfshóps kynnti drög að fjölnota búningsaðstöðu. Einnig bað Magnús um hugmyndir frá ungmennaráðinu fyrir útisvæðið í kringum sundlaugina. Hugmyndir um kaldan pott, gufubað o.s.fr. Ungmennaráð mun velta upp hugmyndum á milli sín og skila inn greinagerð til starfshópsins fyrir 25. febrúar.

3. Engin önnur mál

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 17:13  

Var efnið á síðunni hjálplegt?