63. fundur

63. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 21. janúar 2021 kl. 16:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Eyrún Una Arnarsdóttir, aðalmaður, Viktor Ingi Jónsson, aðalmaður, Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, formaður, Guðrún Helga Magnúsdóttir, aðalmaður, Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir, aðalmaður, Jóhann Smári Reynisson, aðalmaður og Heiða Bára Pétursdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.  

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá.

1. Kynning frá Telmu Ósk Þórhallsdóttur um ungmennaráðið á Akureyri.

2. Jessica Aquino segir frá styrk fyrir Erassmus+ verkefni með ungmennaráði frá Pyhtaa í Finnlandi.

3. Fulltrúi grunnskólans og fulltrúi æskulýðsstarfs kirkjunnar í ungemnnaráði segja frá kynningu um viðbyggingu grunnskólans.

4. Önnur mál

Afgreiðslur

1. Ungmennaráð fékk kynningu frá ungmennaráði Akureyrar þar sem farið var yfir markmið þeirra, stærstu viðburði og starfshætti ráðsins. Ráðið þakkar fyrir fróðlega og ítarlega kynningu.

2. Verkefnið Leiðin að rótunum snýst um hvernig ungmennaráðin geti haft jákvæð áhrif á samfélagið, hvernig raddir ungmenna geta heyrst betur. Slagorð verkefnisins er; ekkert um okkur án okkar. Verkefnið byrjar formlega í febrúar með vinnustofum og til að byrja með verður það í gegnum fjarfund. Á þessum vinnustofum mega öll ungmenni sem hafa áhuga taka þátt.

3. Fulltrúar í ráðinu sögðu frá kynningu sem nemendaráð grunnskólans fékk á viðbyggingu grunnskólans. Allt hefur gengið vel og er á áætlun og búist er við að matsalur og tónlistarskólinn opni haustið 2021. Verktakar koma frá Reykjavík sem steyptu upp skólann en núna eru verktakar frá Húnaþingi vestra að störfum.

4. Önnur mál.

Lesið var upp svar frá byggðaráði vegna erindis sem ungmennaráð sendi til byggðaráðs þann 2. nóvember sl. þar sem óskað var eftir heimild til að fjölga fundum Ungmennaráðs úr fjórum í sex fundi á ári.

Byggðarráð tók jákvætt í erindið og óskaði jafnframt eftir fundi með Ungmennaráði. Ungmennaráð þakkar jákvæð viðbrögð og tekur vel í að funda með byggðaráði sem fyrst.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:25

Var efnið á síðunni hjálplegt?