59. fundur

59. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 2. apríl 2020 kl. 16:00 fjarfundabúnaður.

Fundarmenn

Guðmundur Grétar Magnússon, formaður, Guðrún Helga Magnúsdóttir, varformaður, Ásdís Aþena Magnúsdóttir, aðalmaður, Viktor Ingi Jónsson, aðalmaður, Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir, aðalamaður, Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá.
1. Jessica Aquino frá Húnaklúbbnum mætir á fundinn og segir frá Evrópuverkefni sem Finnar hafa áhuga á að vinna með ungmennaráði í gegnum Oríon.

2. Hugo Hoffmeister, verkefnastjóri 88 Hússins í Reykjanesbæ mætir einnig á fundinn með Jessicu og kynnir fyrir ungmennaráði bretta palla sem Hugo hefur haldið utan um í Reykjanesbæ.

3. Önnur mál


Afgreiðslur


1. Jessica sagði frá því að Finnar hefðu áhuga á að gera verkefni með ungmennaráði Húnaþings vestra í gegnum Erasmus um áhrif ungmennaráðs í stjórnsýslunni. Ráðið lýsti yfir áhuga á verkefninu og ætlar Jessica að koma á annan fund ráðsins eftir 2 vikur og skýra verkefnið betur út.

2. Hugo mætti á fundinn og sagði frá hjólabrettaverkefni í Reykjanesbæ þar sem menning og þjálfun í kringum hjólabretti er kennd. Jessica hefur áhuga á að kynna svipað verkefni hér í Húnaþingi vestra. Ráðið sýndi verkefninu áhuga og komu hugmyndir um að heimsækja Reykjanesbæ og fá betri upplýsingar. Ráðið hvetur stjórn Elds í Húnaþingi að vera með kynningu og hjólabretta námskeið í hátíðinni Eldur í húnaþingi.

3. Önnur mál:
Engin önnur mál.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 17.30

Var efnið á síðunni hjálplegt?