57. fundur

57. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 19. desember 2019 kl. 15:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Guðmundur Grétar Magnússon, formaður, Guðrún Helga Magnúsdóttir, varformaður, Ásdís Aþena Magnúsdóttir, aðalmaður, Viktor Ingi Jónsson, aðalmaður, Jóhann Smári Reynisson, aðalmaður, Tristan Reyr Borghildarson, varamaður og Ástríður Halla Reynisdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir.

Dagskrá.

  1. Framkvæmdanefnd Elds í Húnaþingi 2020 fundar með ráðinu, Fríða Björg Jónsdóttir mætir á fundinn.
  2. Önnur mál.

 

 

 

 

Afgreiðslur:

 

  1. Viktor Ingi Jónson og Fríða Björg Jónsdóttir ræddu við ráðið um hugmyndir um það sem ungt fólk vildi sjá á hátíðinni Eldur í Húnþingi. Þau biðla til þeirra sem sitja í ráðinu eins og t.d. þau sem eru í grunnskólanum og í dreifnáminu að heyra í sínum jafnöldrum og spyrja hvað þau vilja gera. Rætt var um að aðilar í ráðinu mundu vera vakandi yfir því hvað er í gangi  á samfélagsmiðlum fyrir ungt fólk sem gæti hentað á hátíðinni. Fulltrúar í framkvæmdanefnd Eldsins koma aftur á fund ungmennaráðsins í mars/apríl. Fríða Björg víkur af fundi.  

 

 

 

   2. Önnur mál:   

Tanja las upp bréf frá byggðaráði þar sem fram kemur að byggðaráð samþykkir beiðni ungmennaráðs um að styrkja fyrirlestrarröðina um heilbrigðan lífstíl og hreyfingu sem verður á vegum USVH í byrjun komandi árs. Styrkbeiðnin var allt að 350.000 kr. af ráðstöfunarfé ráðsins fyrir árið 2019.  

 

 

Ráðið óskar eftir að Ína Björk Ársælsdóttir mæti á næsta fund ráðsins og kynni skipulag á útivistasvæði við skólanna.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 16.00

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?