Dagskrá.
1. Kosning á formanni og varaformanni.
2. Farið yfir starf ungmennaráðs.
3. Anton Scheel Birgisson með erindi á vegum USVH.
4. Önnur mál.
Afgreiðslur
1. Jenný setti fundinn og bauð nýtt ungmennaráð velkomið. Eftirfarandi einstaklingar eru tilnefndir í ungmennaráð Húnaþings vestra veturinn 2019 – 2020:
Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir og Jóhann Smári Reynisson tilnefnd af Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Hvammstanga og til vara Freyja Lubina Friðriksdóttir og Tristan Reyr Borghildarson, Guðmundur Grétar Magnússon tilnefndur af Æskulýðsstarfi Hvammstangakirkju og til vara Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir. Ásdís Aþena Magnúsdóttir tilnefnd af nemendaráði Grunnskóla Húnaþings vestra og til vara Eyrún Una Arnarsdóttir. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir tilnefnd af USVH og til vara Ástríður Halla Reynisdóttir. Guðrún Helga Magnúsdóttir og Viktor Ingi Jónsson tilnefnd af Sveitastjórn Húnaþings vestra og til vara Stella Dröfn Bjarnadóttir og Steinar Logi Eiríksson.
Guðmundur Grétar Magnússon bauð sig fram sem formann og var það samþykkt einróma. Guðrún Helga Magnúsdóttir bauð sig fram sem varaformann og var það einnig samþykkt einróma.
2. Jenný las upp erindisbréf ungmennaráðs Húnaþings vestra sem lagt var fram á sveitarstjórnarfundi 11. júní 2019. Samþykkt var að núna sitja 7 aðalmenn í ungmennaráði og 7 til vara. Jenný fór yfir hvað er ætlast til af ráðinu og mikilvægi þess að fulltrúar mæti á fundina eða fái varamann í sinn stað. Ákveðið var að fundir ungmennaráðs Húnaþings vestra verði haldnir þriðja fimmtudag í mánuði kl. 15.00.
3. Anton Scheel Birgisson framkvæmdastjóri USVH mætti á fundinn. Hann kynnti fyrirlestraröð um heilbrigðan lífsstíl og námskeið sem hann er að skipuleggja með USVH. Fyrirlestrarnir fjalla um lýðheilsu og munu fyrirlesarar ræða málefni er snerta geðheilsu, næringu, hreyfingu, teymisvinnu, markmiðasetningu, og forvarnir. Námskeiðahaldið er hugsað sem kennsla og verkefnavinna fyrir ungmenni um málefni sem að snerta okkur öll á einhvern hátt. Anton sækir um styrk að hámarki 500.000 kr. Ungmennaráð er tilbúið að styrkja þetta verkefni allt að 350.000 kr.
Tönju íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að skrifa byggðaráði bréf um afnot á 350.000 þúsund krónum af fjármunum þeim sem ungmennaráðið hefur til afnota fyrir árið 2019.
4. Önnur mál:
Viktor Ingi óskaði eftir því að framkvæmdastjórn Elds í Húnaþingi yrði boðuð á næsta fund ráðsins.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17.45