55. fundur

55. fundur ungmennaráðs haldinn fimmtudaginn 16. maí 2019 kl. 15:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Guðmundur Grétar Magnússon, aðalmaður,  Ásdís Björg Ragnarsdóttir, aðalmaður, Ástríður Halla Reynisdóttir, varamaður, Valgeir Ívar Hannesson, aðalmaður og Jóhanna Maj Júlíusdóttir Lundberg, varamaður.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir

Dagskrá.
1. Styrkbeiðni Dreifnáms fyrir vorferð 2019.
2. Styrkbeiðni vegna Elds í Húnþingi.
3. Bréf um þingfund ungmenna sem haldin verður 17. júní.
4. Erindisbréf til kynningar.
5. Önnur mál

 

Afgreiðslur

1. Ungmenni í Dreifinámi óska eftir 50.000 kr. styrk í vorferð sem þau fara í eftir að prófum lýkur. Vorferðin er mikilvægur þáttur í félagslífi nemenda í Dreifinámi og afar mikilvægt er að allir eigi kost á að fara í ferðina. Ráðið samþykkir styrkveitinguna. Tönju íþrótta og tómstundarfulltrúa er falið að senda bréf til byggðaráðs um að fá að nota fjármagn ungmennaráðs í verkefnið

2. Beiðni frá ungmennum í stjórn Elds í Húnaþingi vegna fyrirlesturs Sólborgar Guðbrandsdóttur um samskipti, mörk, kynferðislega áreitni og jafnrétti. Ungmennin óska eftir styrk að upphæð 70.000 kr. Ráðið samþykkir beiðnina og fagnar þessu frumkvæði. Tönju íþrótta og tómstundarfulltrúa er falið að senda bréf til byggðaráðs um að fá að nota fjármagn ungmennaráðs í verkefnið.

3. Í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13 – 16 ára. Markmið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á þeim brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRúv um upptökur og frekari kynningu. Guðmundur Grétar sýndi málinu áhuga og ætlar að skoða það af mæta. Hann ætlar að hafa samband við annan einstakling um að koma með sér.

4. Kynning á erindisbréfi fyrir ungmennaráð Húnaþings vestra. Tönju og Jenný var falið að koma breytingum sem ráðið ræddi til byggðaráðs.

5. Önnur mál: Þetta var síðasti fundur hjá núverandi ungmennaráði og þakka fulltrúar sveitarfélagsins þeim fyrir góð störf í vetur.

 


Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16.17

Var efnið á síðunni hjálplegt?