41. fundur

41. fundur ungmennaráðs haldinn þriðjudaginn 10. janúar 2017 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Inga Þórey Þórarinsdóttir, aðalmaður, Jóhanna Maj Júlíusdóttir Lundberg, aðalmaður, Ragnar Logi Garðarsson, aðalmaður. Eygló Hrund Guðmundsdóttir, aðalmaður, Ásdís Aþena Magnúsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Fundargerð ritaði: Eygló Hrund Guðmundsdóttir

Dagskrá

 

  1. Verkefni í 2017
  2. Skúli H. Hilmarsson kynnir fyrirhugaða framkvæmd af viðbyggingu við íþróttahús
  3. Önnur mál

Afgreiðslur:

  1. Tillaga um að finna námskeið fyrir ungmenni í Húnaþingi vestra, hugmyndir að viðfangsefnum: hreyfing, kvíði, fjármál, sjálfstyrking og exel. Inga Þórey, Ásdís Aþena og Jóhanna Maj var falið að gera áhugakönnun um tillögur að námskeiði í Grunnskóla Húnaþings vestra og dreifnámi.
  2. Skúli H. Hilmarsson kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir af viðbyggingu við íþróttahús. Ungmennaráðinu lýst vel á fyrirhugaðar breytingar og hlakkar til að framkvæmdir hefjist.
  3. Engin önnur mál.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?