30. fundur

30. fundur ungmennaráðs haldinn þriðjudaginn 6. október 2015 kl. 15:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Rannveig Erla Magnúsdóttir, aðalmaður, Fríða Björg Jónsdóttir, aðalmaður, María Dröfn Gísladóttir, aðalmaður, Ómar Eyjólfsson, aðalmaður, Máney Birta Albertsdóttir,aðalmaður.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Dagskrá.

  1. Kynning á Ungmennaráði.
  2. Kosning um formann og ritara.
  3. Starf Ungmennaráðs veturinn 2015.
  4. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Tanja setur fund og býður ungmennaráðið velkomið. Ómar fer yfir reglur ungmennaráðs. Spjallað var um hvað ætlast er til af ráðinu og verkefni síðasta veturs.
  2. Rannveig bauð sig fram sem formann og var samþykkt einróma. María bauð sig fram sem ritara og var samþykkt einróma.
  3. Rætt var um útfærslu á lógókeppni fyrir félagsmiðstöðina Óríon. Ákveðið var að vinna að tillögunni fram að næsta fundi. Starfsmenn leita eftir hugmyndum um hvað hægt sé að gera í vetur, hver á sínum vettvangi. Tönju var falið að bjóða Guðnýju Hrund Karlsdóttir á næsta fund til að fræða ráðið um stjórnsýslu. Rannveigu var falið að hafa samband við Sigurð Þór Ágústson varðandi ungmennaþing, t.d nýja útfærslu á fyrirkomulaginu á því.
  4. Engin önnur mál.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:57.

Var efnið á síðunni hjálplegt?