29. fundur

29. fundur ungmennaráðs haldinn þriðjudaginn 12. maí 2015 kl. 15:05 Ráðhúsi .

Fundarmenn

Dagný Freyja Guðmundsdóttir, aðalmaður, Jóna Margareta Júlíusdóttir Lundberg, aðalmaður, Ágúst Andri Arnarson, aðalmaður, Ómar Eyjólfsson, aðalmaður.

Rannveig Erla Magnúsdóttir,aðalmaður mætti ekki.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Fundargerð ritaði: Jóna Margareta Júlíusdóttir Lundberg

Dagskrá.

  1. Unglist.
  2. Fyrirspurn um ferðastyrk dreifnámsins.
  3. Samstarfsverkefni um heilsueflingu í Húnaþingi vestra.
  4. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Ómar Eyjólfsson fundaði með undirbúningsnefnd Unglistar. Talað var um að halda leiklistarnámskeið fyrir unglinga í unglistarvikunni. Ákveðið var að Ómar yrði í áframhaldandi samskiptum við nefndina um hvernig ráðstafa skyldi styrknum.
  2. Tanja Ennigarð Íþrótta- og tómstundafulltrúi hafði samband við Sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs um styrkinn til dreifnámsins. Samþykkt var á byggðarráðsfundi í desember 2014 að úthluta styrk af fjárveitingu Ungmennaráðs fyrir árið 2015. Peningnum var upphaflega ætlað í ferð dreifnámsins til Hólmavíkur en hún féll niður og var hann því nýttur í ferð á Sauðárkrók í apríl 2015.
  3. Ákveðið var að fara í samstarf við Stýrihópinn um forvarnir í Húnaþingi vestra um Heilsueflingu í Húnaþingi vestra í júní 2015. Stýrihópurinn mun sjá um að fjármagna auglýsingu á viðburðinum. Hjólafærni ætlar að bjóða uppá námskeið um viðhald reiðhjóla, fyrirlestur og ástandsskoðun á hjólum. Ungmennaráð hefur samþykkt að nota 150.000 kr. af fjárveitingu Ungmennaráðs fyrir árið 2015 í verkefnið.
  4. Engin önnur mál voru rædd.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:24

Var efnið á síðunni hjálplegt?