28. fundur

28. fundur ungmennaráðs haldinn mánudaginn 20. apríl 2015 kl. 15:07 Ráðhúsi .

Fundarmenn

Dagný Freyja Guðmundsdóttir, aðalmaður, Jóna Margareta Júlíusdóttir Lundberg, aðalmaður, Ágúst Andri Arnarson, aðalamaður, Ómar Eyjólfsson, aðalmaður. Rannveig Erla Magnúsdóttir,aðalmaður mætti ekki.

Starfsmenn

Tanja Ennigarð, Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Fundargerð ritaði: Jóna Margareta Júlíusdóttir Lundberg

Dagskrá.

  1. Sigurvald Ívar Helgason framkvæmdastjóri Elds í Húnaþingi 2015 og Sveinbjörg Pétursdóttir  fundar  með ráðinu.
  2. Niðurstöður um Kynningarferð eldri deildar grunnskólans á Sauðarkrók.
  3. Sæludagar í Húnaþingi vestra.
  4. Logo fyrir félagsmiðstöðina Órion.

5. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

  1. Sveinbjörg Pétursdóttir kynnti hugmyndir um Eld í Húnaþingi 2015. Samþykkt var tillaga að óska eftir fjárveitingu upp að 150.000 kr. til að styrkja  námskeið og ball fyrir ungmenni og var Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að senda byggðarráði bréf . Sveinbjörg Pétursdóttir víkur fund kl. 15:20.
  2. Byggðarráðið gaf heimild til að nýta 70.000 kr. af því fjármagni sem ráðinu var úthlutað á fjárhagsáætlun 2015, til að greiða niður ferðakostnað og afþreyingu í kynningarferð fyrir 9. og 10. Bekkjar til Sauðárkróks. En vegna breyttra forsenda  grunnskólans hefur kynningarferðin verið felld niður.
  3. Tanja Ennigarð, Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti hugmynd um dagsskrá Sæludaga í Húnaþingi vestra. Samþykkt var tillaga að óska eftir fjárveitingu upp að 150.000 kr. til styrktar þeirra. Hugmynd kom upp um samstarf við Stýrishópinn um forvarnir í þessu verkefni og ætlar Íþrótta- og tómstundafulltrúi að hafa samband við starfsmann í hópnum. Ákveðið var að halda aukafund þriðjudaginn 5.maí til að ræða málið betur.
  4. Tillaga frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa um logo-keppni fyrir félagsmiðstöðina. Ráðið tók vel í þá hugmynd og ætlar að vinna áfram í henni. Ráðinu var falið að pæla í hvernig best væri að útfæra keppnina.
  5. Ágúst setti fram fyrirspurn um hvar styrkurinn sem var samþykktur í fundargerð nr.24

     í ferð dreifnáms á Hólmavík sé. Íþrótta-og tómstundafulltrúa var falið að kynna sér málið betur og koma með niðurstöður á næsta fund.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:22

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?