379. fundur

379. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 12. mars 2024 kl. 15:00 Riishús Borðeyri.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti,
Magnús Magnússon, varaoddviti,
Sigríður Ólafsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Birkir Snær Gunnlaugsson, varamaður,
Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður,
Elín Lilja Gunnarsdóttir, aðalmaður,
Þorgrímur Guðni Björnsson, aðalmaður,
Ingimar Sigurðsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri,
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að taka á dagskrá sem 15. dagskrárlið áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga, kosningar sem 16. dagskrárlið, samkomulag um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Húnaþingi vestra sem 17. dagskrárlið og að 18. dagskrárliður verði skýrsla sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða. Gengið var til dagskrár.
1. Byggðarráð - 1205 - 2402001F
Fundur haldinn 12. febrúar. Fundargerð í 5 liðum. Formaður kynnti.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
2. Byggðarráð - 1206 - 2402003F
Fundur haldinn 19. febrúar sl. Fundargerð í 5 liðum. Formaður kynnti.
 
2. dagskrárliður, heimild til að framselja nafnarétt Hvammstangavallar til styrktar starfi meistaraflokks Kormáks-Hvatar árið 2024 (2401073).
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
3. Byggðarráð - 1207 - 2402005F
Fundur haldinn 4. mars sl. Fundargerð í 12 liðum. Formaður kynnti.
 
1. dagskrárliður, styrktarsamningur við Björgunarsveitina Húna (2401083).
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
2. dagskrárliður, endurbætur á Félagsheimilinu Hvammstanga (2402012).
Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn fagnar samningi á milli sveitarfélagsins og menningar- og viðskiptaráðuneytisins samkvæmt tilmælum fjárlaganefndar við samþykkt fjárlaga 2024. Þessar 40 milljónir til stuðnings endurbóta Félagsheimilisins á Hvammstanga er gríðarlega mikilvægur þáttur vegna vinnunnar við uppsetningu samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu.“
 
3. dagskrárliður, sala á Engjabrekku (2402036).
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
7. dagskrárliður, starfshópur um dreifnám (2402060).
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
4. Skipulags- og umhverfisráð - 365 - 2403002F
Fundur haldinn 7. mars sl. Fundargerð í 6 liðum. Birkir Snær Gunnlaugson varaformaður kynnti.
4.1 2401029 - Neðra-Vatnshorn, breyting á notkun mannvirkja.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4.2 2402049 - Hulduhvammur í Leiti, umsókn um stækkun og uppskiptingu.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4.3 2403003 - Sauðá, umsókn um byggingarleyfi gestahúss.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4.4 2401075 - Nestún 4, umsókn um breytingu innra skipulags.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum
4.5 2304025 - Litla-Borg, umsókn um skógrækt.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
4.6 2403022 - Upplýsingar um lagningu strengjaleiða á Heggstaðanesi og Vatnsnesi.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn lýsir furðu á því að við framkvæmdir við lagningu jarðstrengja á Vatnsnesi verði ekki farið lengra en á Tjörn. Sveitarstjórn hefur ítrekað lagt áherslu á að farið verið að Saurbæ sem aðeins er 3 km. lengra. Sveitarstjóra er falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Rarik um málið.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
5. Fræðsluráð - 244 - 2402002F
Fundur haldinn 29. febrúar sl. Fundargerð í 9 liðum. Formaður kynnti.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
6. Félagsmálaráð - 253 - 2402006F
Fundur haldinn 28. febrúar sl. Fundargerð í 5 liðum. Oddviti kynnti.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
7. Landbúnaðarráð - 208 - 2402004F
Fundur haldinn 6. mars sl. Fundargerð í 5 liðum. Oddviti kynnti.
 
3. dagskrárliður, heiðagirðingar - úthlutun fjármagns 2024 (2402064).
Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
8. Stýrihópur um barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag - 2 - 2403001F
Fundur haldinn 6. mars sl. Fundargerð í 1 lið. Magnús Vignir Eðvaldsson kynnti.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
9. Málstefna Húnaþings vestra 2024-2028 - 2401027
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir Málstefnu Húnaþings vestra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
10. Reglur um útgáfu stöðuleyfa. - 2402011
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir reglur um útgáfu stöðuleyfa.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
11. Samningur um tilraunaverkefni í þágu farsældar barna - 2401063
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir samstarfssamning mennta- og barnamálaráðuneytisins og Húnaþings vestra um tilraunaverkefni í þágu farsældar barna. Fjárhæð samningsins er kr. 31,3 milljón vegna 2ja ára tilraunaverkefnis.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
12. Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu - 2403006
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir þátttöku í stofnun miðstöðvar héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
13. Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð - 2402045
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
14. Ákvörðun um breytingu á tímasetningu hefðbundins sveitarstjórnarfundar aprílmánaðar - 2402067
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir að næsti reglubundni sveitarstjórnarfundur verði haldinn miðvikudaginn 10. apríl nk. vegna ársþings Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem ber upp á hefðbundnum fundartíma.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
15. Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024 - 2403025
Sveitarstjórn Húnaþings vestra fagnar þeim tímamótakjarasamningum sem gerðir hafa verið milli félaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Markmið þeirra um lækkun verðbólgu og þar með vaxtastigs eru afar mikilvæg auk þess sem fyrirsjáanleiki næstu fjögur ár skiptir samningsaðila miklu máli.
Til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði sammæltust ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga um að vinna að aðgerðum til að styðja markmið samninganna um að leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks og stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Hluti þessara aðgerða snýr að sveitarfélögunum, m.a. gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hóflegar gjaldskrárhækkanir á samningstímanum. Auk þess er skorað á sveitarfélög að hækka gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum ekki umfram 3,5% á árinu 2024.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir að verði framangreindir samningar samþykktir og sambærilegir samningar náist á opinberum vinnumarkaði muni Húnaþing vestra bjóða gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með hausti 2024 og út samningstímann. Einnig samþykkir sveitarstjórn að þær gjaldskrár sem hækkaðar voru um 5,5% þann 1. janúar 2024 og sérstaklega varða barnafjölskyldur, einkum skólastofnana og íþróttamiðstöðvar, verði lækkaðar í sem nemur 3,5% hækkun frá árinu 2023. Sveitarstjóra er falið að undirbúa gjaldskrárbreytingar og leggja fyrir næsta fund."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
16. Kosningar - 2403032
Lögð fram beiðni Guðrúnar Eikar Skúladóttur um úrsögn úr landbúnaðarráði. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina og þakkar Guðrúnu Eik fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
 
„Endurtilnefning í landbúnaðarráð:
Landbúnaðarráð, aðalmenn:
Sigríður Ólafsdóttir, formaður
Dagný Sigurlaug Ragnarsdóttir, varaformaður
Dagbjört Diljá Einþórsdóttir
Halldór Pálsson
Stella Dröfn Bjarnadóttir
 
Landbúnaðarráð, varamenn:
Ingveldur Linda Gestsdóttir
Guðmundur Ísfeld
Gísli Grétar Magnússon
Ingveldur Ása Konráðsdóttir
Ármann Pétursson.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
 
17. Samkomulag um aukið framboð íbúarhúsnæðis í Húnaþingi vestra - 2403031
Lögð fram drög að samkomulagi milli innviðaráðuneytis, HMS og Húnaþings vestra um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Húnaþingi vestra. Er samkomulagið í samræmi við rammasamning ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um byggingu 35 þúsund íbúða á landsvísu á 10 árum til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa samfélagsins á landinu öllu. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúða í Húnaþingi vestra í samræmi við þörf sem fram kemur í Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og uppfærð er árlega. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir uppbyggingu 12 íbúða og allt að 40 íbúða næstu 4 ár á eftir. Gert er ráð fyrir að hluti íbúðanna verði seldur á almennum markaði en hluti verði leiguíbúðir fyrir tekjulægri einstaklinga og eru einnig lögð fram drög að samkomulagi við Brák íbúðafélag vegna uppbyggingar leiguhúsnæðisins.
 
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt samkomulag milli innviðaráðuneytis, HMS og Húnaþings vestra, ásamt samkomulagi við Brák íbúðafélag vegna uppbyggingar leiguhúsnæðis og felur sveitarstjóra undirritun þeirra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 
18. Skýrsla sveitarstjóra - 2311018
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:01.
Var efnið á síðunni hjálplegt?