371. fundur

371. fundur Sveitarstjórnar Húnaþings vestra haldinn fimmtudaginn 14. september 2023 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Magnússon varaoddviti, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður og Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Oddviti setti fund og óskaði eftir að fá að taka á dagskrá sem 6. dagskrárlið tillögur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur í eigu sveitarfélagsins og að 7. dagskrárliður verði skýrsla sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða. Gengið var til dagskrár.

1. Byggðarráð, formaður kynnti.
Fundargerð 1186. fundar byggðarráðs frá 4. september. Fundargerð í 9 liðum.
Magnús Vignir Eðvaldsson vék af fundi kl. 15:06.
Dagskrárliður 1 tillaga að styttingu vinnuviku kennara skólaárið 2023-2024. Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Magnús Vignir Eðvaldsson kom aftur til fundar kl. 15:07.
Dagskrárliður 3 umsókn um lóðina að Höfðabraut 32.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1187. fundar byggðarráðs frá 11. september. Fundargerð í 8 liðum.
Dagskrárliður 1 umsókn um lóðina Reykjahöfða.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 skipan í Samgöngu- og innviðanefnd Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 8 laxeldi í opnum sjókvíum.
Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og gerir að sinni:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í húnvetnskum laxveiðiám þar sem veiðst hafa allmargir eldisfiskar á undanförnum dögum og vikum. Í fyrsta lagi veldur þessi staða áhyggjum hvað varðar erfðablöndun við villta laxveiðistofninn eins og margoft hefur verið ítrekað á síðustu árum. Í öðru lagi er áhætta vegna smitsjúkdóma alltaf fyrir hendi og ef slíkir sjúkdómar breiðast út í stofn viðkomandi ár getur það gert út af við ána á stuttum tíma. Í þriðja og síðasta lagi hefur þessi alvarlega staða mikil áhrif á ímynd og gæði þeirra villtu laxveiðiáa sem fyrir þessu verða. Allir þessir þættir geta valdið miklum búsifjum með tilheyrandi tekjufalli landeigenda og samfélags. Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á matvælaráðherra að beita þeim valdheimildum sem hann hefur í gegnum undirstofnanir sínar til að tryggja að fiskeldisfyrirtækin greiði kostnað vegna mótvægisaðgerða sem veiðifélögin neyðast til að fara í til að verjast strokulaxi úr opnum sjókvíum.“
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 1188. fundar byggðarráðs frá 14. september. Fundargerð í 1 lið.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
2. Skipulags- og umhverfisráð, formaður kynnti.
Fundargerð 360. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 7. september. Fundargerð í 4 liðum.
Dagskrárliður 1 erindi nr. 2201041, byggingarleyfi skemmu á Fossseli, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 2 erindi nr. 2308031, stofnun vegsvæða í landi Syðri-Ánastaða 1 og 2, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 3 erindi nr. 2308043, umsókn um framkvæmdaleyfi á Reykjatanga, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 erindi nr. 2308045, stofnun lóðar og landskipti úr landi Þóreyjarnúps, borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3. Fræðsluráð, formaður kynnti.
Fundargerð 239. fundar fræðsluráðs frá 24. ágúst. Fundargerð í 2 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundargerð 240. fundar fræðsluráðs frá 7. september. Fundargerð í 4 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4. Félagsmálaráð, oddviti kynnti.
Fundargerð 247. fundar félagsmálaráðs frá 30. ágúst. Fundargerð í 3 liðum.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5. Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra 2023-2026.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir fyrirliggjandi Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra fyrir árin 2023-2026.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6. Tillögur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur í eigu sveitarfélagsins.
Starfshópinn skipuðu Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Magnús Magnússon og Magnús Vignir Eðvaldsson.

Tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:
Tillögurnar tilgreina þær eignir þar sem um er að ræða breytta framtíðarskipan, ekki eru tilgreindar eignir sem starfshópurinn telur að eigi að vera í óbreyttri notkun.
1. Eftirfarandi eignir verði boðnar til sölu; Engjabrekka, Stóra-Hvarf 2 og Lindarvegur 3a.
2. Skoðað verði ástand íbúða að Gilsbakka 5, 7, 9 og 11 og þær eignir metnar með tilliti til framtíðarnýtingar þeirra sem leiguíbúða.
3. Þær tvær íbúðir sem sveitarfélagið á að Hlíðarvegi 25 verði boðnar til sölu eftir aðstæðum á komandi misserum, í takti við uppbyggingu leigufélaga á svæðinu.
4. Sveitarfélagið taki upp samtal við sameigendur sína í Félagsheimilinu Víðihlíð og Félagsheimilinu Ásbyrgi um rekstur, eignarhald og framtíðarnýtingu.
5. Lagt er til að sveitarfélagið eigi samtal við leigutaka að Hamarsbúð um notkun og rekstur hússins og framtíðarskipan verði metin í framhaldinu.
6. Skólahús á Borðeyri verði boðið til leigu eða sölu með eflingu búsetu og atvinnu á svæðinu í huga.
7. Ráðist verði í nauðsynlegt viðhald og endurbætur á Félagsheimilinu Hvammstanga, þannig að það nýtist sem samfélagshús.
8. Skoðaður verði fýsileiki þess að koma þjónustumiðstöð sveitarfélagsins og annarri tengdri starfsemi, s.s. vinnuskóla, undir sama þak.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagðar tillögur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7. Skýrsla sveitarstjóra.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:49.

Var efnið á síðunni hjálplegt?